Lífið

Fjölskylduhátíð í Hrísey

Hin árlega fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey fer fram í 10. skipti helgina 21. - 23. júlí nk.

Hátíðin verður vegleg að vanda, en meðal skemmtikrafta verða Ómar Ragnarsson, Ingó töframaður, Snorri málari, Helga Braga, Steinn Ármann, Oddur H. Halldórsson og sjálfur sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit.

Að auki verða leiktæki fyrir börnin, andlitsmálun, stangveiðikeppni, ökuferðir á dráttavélum, Tóti tannálfur, Jósafat mannahrellir, ratleikur, fitnesskeppni fyrir 13 - 15 ára, vitaferðir, óvissuferðin vinsæla, brenna, flugeldasýning og brekkusöngur.

Það verður lýst yfir sjálfstæði Fullveldisins Hrísey þann 21. júlí og fá allir sem koma til eyjarinnar Hríseyskt vegabréf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×