Lífið

Stórtónleikar með Gospelkór Reykjavíkur í Laugardalshöll í haust

Föstudaginn 14. júlí tekur Sálin hans Jóns míns fram hljóðfærin á nýjan leik, eftir ríflega sjö mánaða orlof. Þá verður stillt upp á Nasa við Austurvöll og leikið af krafti inní sumarnóttina.

Og það verður kraftur í Sálverjum það sem eftir lifir sumri, því á næstu vikum heldur sveitin tónleika vítt og breitt um landið. Þessum snarpa síðsumartúr lýkur formlega í Laugardalshöllinni 15. september, hvar haldnir verða stórtónleikar í samvinnu við Gospelkór Reykjavíkur. Verða þar flutt valin númer úr söngvasafni Sálarinnar, lög sem þykja hentug til flutnings með kórnum, sem og tvö ný lög sem verða frumflutt. Auk þess að hafa hinn öfluga og rómaða kór til fulltingis, verða Sálverjum til aðstoðar nokkrir aukahljóðfæraleikarar. Þetta verður einstakt tækifæri fyrir Sálaráhangendur og unnendur gospel- skotinnar tónlistar. Miðafjöldi verður takmarkaður, því Höllin verður alsett sætum.

Miðasala hefst fljótlega og verður auglýst nánar þegar þar að kemur. Forsala miða á Nasa 14. júlí verður á staðnum 13. júlí á milli kl. 13 og 17.

Um Verslunarmannahelgina verður Sálin á Akureyri föstudags- og laugardagskvöld, en flýgur austur á Norðfjörð á sunnudeginum og leikur þar um kvöldið.

Dagskrá næstu vikna er sem hér segir:

11. ágúst: Players, Kópavogi.

12. ágúst: Stapinn, Njarðvík

18. ágúst: Bolungarvík.

19. ágúst: Reykjavík.

26. ágúst: Akranes

02. sept: Hlégarður, Mosfellsbæ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×