Innlent

Vill að Framsókn endurskoði stóriðjustefnu sína

MYND/Brink

Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, sagðist í Skaftahlíðinni í hádeginu vilja að Framsóknarflokkurinn endurskoðaði stóriðjustefnu sína.

Björn Ingi var gestur í þættinum Skaftahlíðinniá NFS í dag. Þar sagði hann að stóriðjustimpillinn hefði fest við Framsóknarflokkinnn og það þætti honum miður því margir af dyggustu náttúruverndarsinnum sem hann þekkti væru í Framsóknarflokknum.

Björn Ingi sagði að að mörgu leyti mætti segja að flokkurinn þyrfti að endurskilgreina sig að þessu leyti til að og hann yrði að velta fyrir sér hvort rétt væri að standa vörð um stóriðjustefnuna til frambúðar. Hann hefði sjálfur efasemdir um það og teldi að menn ættu nú að einbeita sér að nýsköpun, vísindum og menntun. Í því væru sóknarfæri Framsóknarflokksins fólgin til framtíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×