Þrír féllu og tveir særðust þegar byssumenn réðust á bifreið á vegum pakistönsku lögreglunnar í hafnarborginni Karachi í morgun.
Meðal þeirra sem féllu var einn yfirmanna fangelsismála í borginni. Talsmaður lögreglunnar segir að svo virðist sem það hafi átt að ráða hann af dögum.