Lífið

Föstudagsflipp í dag í miðborginni

Fyrsta Föstudagsflipp sumarsins hefst í dag í miðborg Reykjavíkur þar sem að Skapandi sumarhópar Hins Hússins munu bera á borð , listir menningu og önnur fíflalæti frá kl: 13:00.-15:00. Það er búið að panta sól og blíðu og því von á miklu stuði í miðbænum í dag.

Austurvöllur

-Kvintettinn Tepoki spilar jazz fyrir utan Café París

-Rannsóknarsvið íslenskrar þjóðmenningar býður gestum og gangandi upp á raunveruleika á Austurvelli.

Hornið við Apótekið.

-Dúettinn Mimosa spilar jazz.

Hitt Húsið, utandyra.

Hönnunartvíeykið Stígvél sýna vinnu sína.

Leiklistahópurinn Veggmyndir stundar vettvangsrannsóknir viðvegar um bæinn

Ingólfstorg, við verslunina Underground.

Tónlistarhópurinn Cheddy Carter.

Danshópurinn Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan ferðast um og spyr "Hvað viltu vita?"

Lækjartorg

Tónlistarhópurinn Drum Corperation.

Fjöllistahópurinn Grísalappalísur fremja gjörning.

Reykjavíkurljóðin útbýtta pokum.

Portið við Kaffi Hljómalind, Laugavegi.

Tónlistarhóparnir Síbylur og Sigríður Hjaltalín spila.

Torgið við verlsunina Deli, Laugavegi

Leiklistarhópurinn Gámafélagið kynnir framboðið X-hamingja.

Verslun Sævars Karls

Tónlistarhópurinn Atlas spilar.

Hópurinn Lata stelpan ferðast vítt og breitt og kynnir væntanlegt feminískt tímarit og heimasíðu.

Súfistinn, Laugavegi

Tónlistarhópurinn Þremenningarsambandið spilar.

Tríóið Taumlausa slær heimsmet á götum borgarinnar m.a. í samhæfðu áhorfi.

Götuleikhús Hins Hússins ferðast um bæinn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×