Eins konar handrukkari var handtekinn á Akureyri í nótt eftir að fórnarlamb hans kallaði á lögreglu þegar rukkarinn var farinn af vettvangi. Það sem er óvenjulegt við þennan sjálfskipaða innheimtumann er að hann tengist ekki fíkniefnaheiminum heldur tengist málið fasteignaviðskiptum. Hann kom á heimili fórnarlambsins í nótt, hafði í hótunum og tók með sér tölvu sem fórnarlambið átti. Málið er nú í frekari rannsókn.
Tekinn fyrir handrukkun vegna fasteignaviðskipta
