Innlent

Sættir hjá Guðna og Hallóri

Halldór Ásgrímsson tilkynnir um afsögn sína sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Þingvöllum á mánudag.
Halldór Ásgrímsson tilkynnir um afsögn sína sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Þingvöllum á mánudag. MYND/Hörður Sveinsson

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðhera og varaformaður flokksins, náðu fullum sáttum á heimili Halldórs í gærkvöldi, að því er Morgunblaðið greinir frá. Þeir munu sameiginlega leggja það til á miðstjórnarfundi flokksins í dag að flokksþing verði haldið í þriðju viku ágústmánaðar, en flokksþingið kýs forystu flokksins. Blaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að þeir félagar hafi kynnt þingflokknum niðurstöðu þessa sáttafundar strax í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×