Framsókn í Reykjavík klofin 7. júní 2006 18:54 Framsóknarfélög í norðurkjördæmi Reykjavíkur þakka Halldóri Ásgrímssyni fyrir að víkja til að efla frið innan flokksins og hvetja um leið Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til að axla ábyrgð með sama hætti og víkja. Framsóknarmenn í borginni eru klofnir í afstöðu sinni: Framsóknarfélögin í Reykjavík suður taka ekki undir þessa kröfu. Félög framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur Norður og Suður dansa engan vegin eftir sama lagi. Í norðurkjördæminu - kjördæmi Halldórs Ásgrímssonar - hafa þrjú félög sent frá sér yfirlýsingu þar sem lesa má að það séu fráleitt persónulegar ástæður sem liggi til grundvallar því að Halldór fari úr formannsstóli. Þar má lesa að ófriður innan flokksins sé ástæðan. Félögin hvetja þannig Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til þess að axla ábyrgð með sama hætti. Það verði að velja nýja forystusveit sem ekki sé ....bundin í klafa áralangrar togstreitu,..eins og segir í yfirlýsingunni. Hún er frá stjórn kjördæmissambandsins, stórn framsóknarmanna og stjórn ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Þegar farið er yfir landamærin í raðir framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður - kjördæmi Jónínu Bjartmars - er komið annað hljóð í strokkinn. Þar hafa ungir framsóknarmenn hvatt forystuna til að sitja til hausts. "Við sjáum enga ástæðu til að hvetja aðra til að hætta", segir Matthías Imsland formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík Suður. Sævar Sigurgeirsson, formaður Stjórnar Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður segist aðspurður ekki taka undir kröfu systurfélgasins fyrir norðan Miklubrautina um að Guðni og Siv hætti líka. Það gerir heldur ekki Ingólfur Sveinsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður. Ingólfur segir ályktun norðurmanna beri keim af því að kosningabarátta sé framundan til forystusveitarinnar. Afsögn Halldórs Ásgrímssonar Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira
Framsóknarfélög í norðurkjördæmi Reykjavíkur þakka Halldóri Ásgrímssyni fyrir að víkja til að efla frið innan flokksins og hvetja um leið Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til að axla ábyrgð með sama hætti og víkja. Framsóknarmenn í borginni eru klofnir í afstöðu sinni: Framsóknarfélögin í Reykjavík suður taka ekki undir þessa kröfu. Félög framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur Norður og Suður dansa engan vegin eftir sama lagi. Í norðurkjördæminu - kjördæmi Halldórs Ásgrímssonar - hafa þrjú félög sent frá sér yfirlýsingu þar sem lesa má að það séu fráleitt persónulegar ástæður sem liggi til grundvallar því að Halldór fari úr formannsstóli. Þar má lesa að ófriður innan flokksins sé ástæðan. Félögin hvetja þannig Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til þess að axla ábyrgð með sama hætti. Það verði að velja nýja forystusveit sem ekki sé ....bundin í klafa áralangrar togstreitu,..eins og segir í yfirlýsingunni. Hún er frá stjórn kjördæmissambandsins, stórn framsóknarmanna og stjórn ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Þegar farið er yfir landamærin í raðir framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður - kjördæmi Jónínu Bjartmars - er komið annað hljóð í strokkinn. Þar hafa ungir framsóknarmenn hvatt forystuna til að sitja til hausts. "Við sjáum enga ástæðu til að hvetja aðra til að hætta", segir Matthías Imsland formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík Suður. Sævar Sigurgeirsson, formaður Stjórnar Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður segist aðspurður ekki taka undir kröfu systurfélgasins fyrir norðan Miklubrautina um að Guðni og Siv hætti líka. Það gerir heldur ekki Ingólfur Sveinsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður. Ingólfur segir ályktun norðurmanna beri keim af því að kosningabarátta sé framundan til forystusveitarinnar.
Afsögn Halldórs Ásgrímssonar Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira