Eiður Smári í Kuwait 2. júní 2006 09:30 "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri, föður Eiðs Smára. Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára sem birtust á fréttavefnum Vitalfootball í gær fimmtudag og sú fyrri á miðvikudaginn sl. en vefurinn sérhæfir sig í fréttum af Chelsea. Þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Forsíðufrétt dagblaðsins 'El Mundo Deportivo` í Katalóníu á Spáni sagði á miðvikudag það vera öruggt að Barça sé við það að ganga frá kaupum á Eiði Smára. En í gær birti aðalkeppinautur blaðsins, 'Sport`, forsíðufrétt þess efnis að Barcelona vilji einnig fá annan sóknarmann frá Chelsea, Hernan Crespo. Eiður var svo í gær orðaður við Real Madrid en Chelsea er sagt hafa boðið spænska stórveldinu Eið í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos sem er efstur á óskalista Chelsea í stöðu vinstri bakvarðar. Vitalfootball segir að Eiður Smári sé nú í fríi í Kuwait og í herbúðum hans bíði menn nú aðeins eftir símtali frá Barcelona. Það ku vera persónuleg ósk Frank Rijkaard knattspyrnustjóra Barça að fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við Evrópumeistarana og hefur hann verið í sambandi við Eið undanfarna daga. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Txiki Begiristain, er á sama tíma sagður helst vilja fá Crespo. Þetta kynni að rugla fólk eitthvað í ríminu en skv. Vitalfootball mun Eiður Smári vera annar kostur hjá Barcelona á eftir Diego Forlan hjá Villareal og Crespo sá þriðji. Frekar ólíklegt er talið að Villareal sé reiðbúið að selja Forlan til keppinautar í spænsku deildinni. Vitalfootball segir það hins vegar einnig vera í myndinni að Barcelona muni splæsa í bæði Eið Smára og Forlan en þeir voru báðir á forsíðu 'El Mundo Deportivo` í gær, fimmtudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður sagði í viðtali við 'El Mundo Deportivo` í vikunni að hann gæti ekki tjáð sig um mál Eiðs fyrr en í byrjun næstu viku. "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri í spænska blaðinu en heimildarmenn Vitalfootball, nákomnir Eiði Smára, segja þó að samningaviðræður hans við Barcelona séu vel á veg komnar. Vitalfootball segir í lok fréttarinnar á miðvikudaginn að Eiður Smári hafi nægan tíma fyrir sjálfan sig í sumar þar sem íslenska landsliðið hafi ekki komist á HM. Hann hafi hins vegar hafnað boði íslenskrar sjónvarpsstöðvar um að lýsa leikjum frá keppninni og það er jú aðeins ein sjónvarpsstöð sem verður með beinar útsendingar frá HM í sumar, Sýn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Sjá meira
Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára sem birtust á fréttavefnum Vitalfootball í gær fimmtudag og sú fyrri á miðvikudaginn sl. en vefurinn sérhæfir sig í fréttum af Chelsea. Þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Forsíðufrétt dagblaðsins 'El Mundo Deportivo` í Katalóníu á Spáni sagði á miðvikudag það vera öruggt að Barça sé við það að ganga frá kaupum á Eiði Smára. En í gær birti aðalkeppinautur blaðsins, 'Sport`, forsíðufrétt þess efnis að Barcelona vilji einnig fá annan sóknarmann frá Chelsea, Hernan Crespo. Eiður var svo í gær orðaður við Real Madrid en Chelsea er sagt hafa boðið spænska stórveldinu Eið í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos sem er efstur á óskalista Chelsea í stöðu vinstri bakvarðar. Vitalfootball segir að Eiður Smári sé nú í fríi í Kuwait og í herbúðum hans bíði menn nú aðeins eftir símtali frá Barcelona. Það ku vera persónuleg ósk Frank Rijkaard knattspyrnustjóra Barça að fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við Evrópumeistarana og hefur hann verið í sambandi við Eið undanfarna daga. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Txiki Begiristain, er á sama tíma sagður helst vilja fá Crespo. Þetta kynni að rugla fólk eitthvað í ríminu en skv. Vitalfootball mun Eiður Smári vera annar kostur hjá Barcelona á eftir Diego Forlan hjá Villareal og Crespo sá þriðji. Frekar ólíklegt er talið að Villareal sé reiðbúið að selja Forlan til keppinautar í spænsku deildinni. Vitalfootball segir það hins vegar einnig vera í myndinni að Barcelona muni splæsa í bæði Eið Smára og Forlan en þeir voru báðir á forsíðu 'El Mundo Deportivo` í gær, fimmtudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður sagði í viðtali við 'El Mundo Deportivo` í vikunni að hann gæti ekki tjáð sig um mál Eiðs fyrr en í byrjun næstu viku. "Allt er trúnaðarmál á þessari stundu." er haft eftir Arnóri í spænska blaðinu en heimildarmenn Vitalfootball, nákomnir Eiði Smára, segja þó að samningaviðræður hans við Barcelona séu vel á veg komnar. Vitalfootball segir í lok fréttarinnar á miðvikudaginn að Eiður Smári hafi nægan tíma fyrir sjálfan sig í sumar þar sem íslenska landsliðið hafi ekki komist á HM. Hann hafi hins vegar hafnað boði íslenskrar sjónvarpsstöðvar um að lýsa leikjum frá keppninni og það er jú aðeins ein sjónvarpsstöð sem verður með beinar útsendingar frá HM í sumar, Sýn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Í beinni: Höttur - Valur | Lið sem vilja svara fyrir sig Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Í beinni: ÍR - Keflavík | Fyrsti leikur eftir brottrekstur Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Björgvin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni Galdraskot Óðins vekur athygli Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Sjá meira