Sport

Arsenal borið þungum sökum

Arsenal gæti verið í mjög vondum málum
Arsenal gæti verið í mjög vondum málum NordicPhotos/GettyImages

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú hafið opinbera rannsókn eftir að enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sakað um að hafa dælt peningum í smálið í Belgíu með það fyrir augum að láta það ala upp fyrir sig afríska leikmenn. Ef Arsenal verður fundið sekt um peningaþvott af þessu tagi má reikna með að félaginu yrði jafnvel vísað úr meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Málið var tekið fyrir í þættinum Newsnight í breska sjónvarpinu og heimildarmaður þáttarins lagði fram sönnunargögn sem sýna fram á að David Dein, stjórnarformaður Arsenal, hafi lagt belgíska liðinu til fé og pappírar þess efnis með undirskrift Dean hafa þegar verið lagðir fram.

Mikil rannsóknarvinna er enn framundan í málinu, en ljóst er að Arsenal er í vondum málum ef félagið verður fundið sekt um peningaþvott. Líklega yrði félagið sektað um háa fjárhæð, en þó gæti komið til þess að Arsenal yrði vísað úr keppni í meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×