Sport

Mourinho viðurkennir áhuga sinn á Carlos

Verður Roberto Carlos nýjasta stórstjarnan sem kemur til Chelsea?
Verður Roberto Carlos nýjasta stórstjarnan sem kemur til Chelsea? NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi í samtali við portúgalska fjölmiðla í dag að hann hefði mikinn áhuga á að fá brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos hjá Real Madrid til Chelsea. Carlos greindi frá því fyrir nokkru að Chelsea hefði boðið sér samning og lofaði að gera upp hug sinn fyrir HM, en nú eru aðeins 9 dagar þar til keppnin hefst.

"Roberto er að vísu orðinn 33 ára gamall, en ég álít hann vera þann besta í sinni stöðu í heiminum og því hef ég mikinn áhuga á að fá hann ef það er hægt, " sagði Mourinho, sem vill ekki meina að hann sé að raða saman liði skipuðu stórstjörnum líkt og spænska liðið Real Madrid hefur verið gagnrýnt fyrir á síðustu misserum.

"Ballack er kominn, Shevchenko er væntanlega á leiðinni og ef Roberto Carlos kemur svo líka, þýddi það að vissulega að við værum að fá til okkar leikmenn sem eru stór nörfn í knattspyrnuheiminum. En þeir eru líka að koma inn í hóp sem er fullur af stórum nöfnum, svo það er ekkert óeðlilegt," sagði Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×