Innlent

Skrifað undir viljayfirlýsingu um meirihlutamyndun

Frá Ísafirði
Frá Ísafirði MYND/GVA

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Ísafirði skrifuðu undir viljayfirlýsingu um myndun meirihluta á Ísafirði fyrir stundu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, áfram bæjarstjóri.

Framsóknarmenn vörpuðu pólitískri sprengju inn í kosningabaráttuna fyrir vestan þegar þeir sögðust vilja að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri að loknum kosningum. Halldór og Guðni Geir Jóhannesson, oddviti Framsóknarmanna, komu saman til formlegs fundar í morgun. Á þeim fundi varð til viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf með Halldór í stóli bæjarstjóra. Samstarfssamningur flokkanna verður síðan borinn undir atkvæði flokksmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×