Tekur aftur við oddvitahlutverkinu 28. maí 2006 19:45 MYND/E.Ól. Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.Gríðarleg eftirvænting ríkti meðal Sjálfstæðismanna í Árborg í gærkvöldi meðan þeir biðu eftir fyrstu tölum úr kosningu til sveitarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og gáfu skoðanakannanir þeim framan af vonir um að fá meirihluta í bæjarstjórn.Það breyttist eftir að Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, varð uppvís að því að stýra bíl undir áhrifum áfengis, keyra á ljósastaur og leggja síðan á flótta. Þeim flótta lauk með handtöku Eyþórs og vist í fangaklefa.Í gærkvöld lauk spennuþrunginni bið með miklum fagnaðarlátum þegar í ljós kom að Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa af níu. Sjálfstæðismenn fengju 40 prósent atkvæða og hafa aldrei gert betur í Árborg. Talsvert var hins vegar um að kjósendur strikuðu yfir nafn Eyþórs, eins og hann hafði reyndar mælst til að fólk gerði frekar en að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þær hafa hins vegar ekki áhrif á stöðu Eyþórs því 51 prósent kjósenda hefði þurft að strika yfir nafn hans til að breyta listanum. Ekki er búið að taka saman hversu margir strikuðu yfir nafn Eyþórs en það var langt frá því að vera nóg til að fella hann úr bæjarstjórn.Eyþór var hæstánægður með niðurstöðuna og sagðist aðspurður líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við sig. "Ég held að það að fá þetta fylgi sé traustsyfirlýsing við hvern sem er, hvort sem hann hefur ekið á staur eða ekki."Eyþór segist nú taka aftur við oddvitahlutverkinu hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg að kosningabaráttunni lokinni. Hann taki hins vegar ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann kann að verða dæmdur í vegna ölvunaraksturs síns og flótta af vettvangi. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.Gríðarleg eftirvænting ríkti meðal Sjálfstæðismanna í Árborg í gærkvöldi meðan þeir biðu eftir fyrstu tölum úr kosningu til sveitarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og gáfu skoðanakannanir þeim framan af vonir um að fá meirihluta í bæjarstjórn.Það breyttist eftir að Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, varð uppvís að því að stýra bíl undir áhrifum áfengis, keyra á ljósastaur og leggja síðan á flótta. Þeim flótta lauk með handtöku Eyþórs og vist í fangaklefa.Í gærkvöld lauk spennuþrunginni bið með miklum fagnaðarlátum þegar í ljós kom að Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa af níu. Sjálfstæðismenn fengju 40 prósent atkvæða og hafa aldrei gert betur í Árborg. Talsvert var hins vegar um að kjósendur strikuðu yfir nafn Eyþórs, eins og hann hafði reyndar mælst til að fólk gerði frekar en að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þær hafa hins vegar ekki áhrif á stöðu Eyþórs því 51 prósent kjósenda hefði þurft að strika yfir nafn hans til að breyta listanum. Ekki er búið að taka saman hversu margir strikuðu yfir nafn Eyþórs en það var langt frá því að vera nóg til að fella hann úr bæjarstjórn.Eyþór var hæstánægður með niðurstöðuna og sagðist aðspurður líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við sig. "Ég held að það að fá þetta fylgi sé traustsyfirlýsing við hvern sem er, hvort sem hann hefur ekið á staur eða ekki."Eyþór segist nú taka aftur við oddvitahlutverkinu hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg að kosningabaráttunni lokinni. Hann taki hins vegar ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann kann að verða dæmdur í vegna ölvunaraksturs síns og flótta af vettvangi.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira