Sport

Enska landsliðið er ofmetið

Leo Beenhakker hefur eflaust komið við viðkvæma strengi hjá enskum með ummælum sínum um landsliðið
Leo Beenhakker hefur eflaust komið við viðkvæma strengi hjá enskum með ummælum sínum um landsliðið NordicPhotos/GettyImages

Hollenski þjálfarinn Leo Beenhakker sem stýrir liði Trinidad og Tobago á HM í sumar, segir að enska landsliðið sé ofmetið og standi aldrei undir væntingum á stórmótum í knattspyrnu.

"Það eina sem ég sé þegar ég horfi á enska landsliðið er lið sem nær aldrei árangri á stórmótum. Það búa 50 milljónir manna í Englandi, þar er rík knattspyrnuhefð og frábær deildarkeppni, en liðið nær aldrei að standa undir væntingum. Vissulega eru Englendingar taldir ein af sigurstranglegri þjóðunum á HM vegna þeirra sterku leikmanna sem eru í hópnum, en þeir verða þá líka að sýna það í verki," sagði Beenhakker, en Trinidad er í riðli með Englendingum á HM.

"Það eina sem ég heyri menn segja er England, England og aftur England, en fyrsti leikur okkar er nú gegn Svíum og ég hugsa ekkert um enska landsliðið fyrr en sá leikur er frá," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×