Elsti kjósandinn er 108 ára 26. maí 2006 18:06 MYND/Einar Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Nítján Íslendingar ná átján ára aldri á kosningadag á morgun og geta meðal annars haldið upp á afmælisdaginn með því að kjósa í fyrsta skipti. Um sextán þúsund og fimm hundruð manns að auki geta í fyrsta skipti greitt atkvæði í sveitarstjórnarkosningum. Alls eru rúmlega tvö hundruð og sextán þúsund manns á kjörskrá á öllu landinu. Skiptingin milli kynjanna er nokkuð jöfn en konur á kjörskrá eru tæplega hundrað og níu þúsund og karlar tæplega hundrað og áttaþúsund. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi og fá að kjósa eru tæplega fjögur þúsund og fimmhundruð. Kosið er í 79 sveitarfélögum en sveitarfélögum á landinu hefur fækkað nokkuð frá síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá voru þau 105. Mikill munur er á stærð þessara sveitarfélaga. Landfræðilega er Fljótsdalshérað stærsta sveitarfélag landsins eða 8.884 ferkílómetrar að stærð. Íbúafjöldi þar er 3.990. Minnsta sveitarfélagið er Seltjarnarneskaupstaður sem er 2 km2 að stærð og telur um 4.470 íbúa. Sveitarfélagið sem hefur flesta kjósendur er Reykjavík, höfuðborgin sjálf, en þar eru hátt í 86.000 manns á kjörskrá. Næst á eftir kemur Kópavogur. Það sveitarfélag sem hefur fæsta íbúa á kjörskrá er Árneshreppur á Vestfjörðum en þar eru 43 á kjörskrá. Kosningin þar er óhlutbundin sem þýðir að engin listi hefur boðið sig fram og allir íbúar yfir 18 ára eru í framboði. Í Tjörneshrepp og Breiðdalshrepp fara ekki fram kosningar þar sem þar er sjálfkjörið. Kjörstaðir verða opnaðir frá klukkan 9 til 12 og verður lokað í síðasta lagi klukkan tíu annað kvöld. Á flestum stöðum á landinu eru kjörstaðir opnir frá klukkan níu að morgni til tíu um kvöldið. Á stóru stöðunum byrjar talning um sex leytið og verða fyrstu tölur birtar fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan tíu. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Nítján Íslendingar ná átján ára aldri á kosningadag á morgun og geta meðal annars haldið upp á afmælisdaginn með því að kjósa í fyrsta skipti. Um sextán þúsund og fimm hundruð manns að auki geta í fyrsta skipti greitt atkvæði í sveitarstjórnarkosningum. Alls eru rúmlega tvö hundruð og sextán þúsund manns á kjörskrá á öllu landinu. Skiptingin milli kynjanna er nokkuð jöfn en konur á kjörskrá eru tæplega hundrað og níu þúsund og karlar tæplega hundrað og áttaþúsund. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi og fá að kjósa eru tæplega fjögur þúsund og fimmhundruð. Kosið er í 79 sveitarfélögum en sveitarfélögum á landinu hefur fækkað nokkuð frá síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá voru þau 105. Mikill munur er á stærð þessara sveitarfélaga. Landfræðilega er Fljótsdalshérað stærsta sveitarfélag landsins eða 8.884 ferkílómetrar að stærð. Íbúafjöldi þar er 3.990. Minnsta sveitarfélagið er Seltjarnarneskaupstaður sem er 2 km2 að stærð og telur um 4.470 íbúa. Sveitarfélagið sem hefur flesta kjósendur er Reykjavík, höfuðborgin sjálf, en þar eru hátt í 86.000 manns á kjörskrá. Næst á eftir kemur Kópavogur. Það sveitarfélag sem hefur fæsta íbúa á kjörskrá er Árneshreppur á Vestfjörðum en þar eru 43 á kjörskrá. Kosningin þar er óhlutbundin sem þýðir að engin listi hefur boðið sig fram og allir íbúar yfir 18 ára eru í framboði. Í Tjörneshrepp og Breiðdalshrepp fara ekki fram kosningar þar sem þar er sjálfkjörið. Kjörstaðir verða opnaðir frá klukkan 9 til 12 og verður lokað í síðasta lagi klukkan tíu annað kvöld. Á flestum stöðum á landinu eru kjörstaðir opnir frá klukkan níu að morgni til tíu um kvöldið. Á stóru stöðunum byrjar talning um sex leytið og verða fyrstu tölur birtar fljótlega eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan tíu.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira