Sport

Mido fer frá Tottenham

Mido sést hér í átökum við Freddy Ljungberg í grannaslag Tottenham og Arsenal í vetur
Mido sést hér í átökum við Freddy Ljungberg í grannaslag Tottenham og Arsenal í vetur NordicPhotos/GettyImages

Tottenham hefur ákveðið að festa ekki kaup á framherjanum Mido sem verið hefur í láni hjá félaginu frá Roma í rúmt ár. Mido byrjaði vel hjá Tottenham og var orðinn algjör lykilmaður í liðinu áður en hann lenti í erfiðum meiðslum í lok leiktíðar.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að leikmaðurinn hafi verið nokkuð erfiður í samskiptum, auk þess sem ítalska liðið á að hafa farið fram á mjög háa upphæð fyrir hann - og það kann að hafa hjálpað Tottenham að taka þessa ákvörðun. Það verður búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sem tekur stöðu Mido í framlínunni hjá Lundúnaliðinu, sem losaði sig einnig við varnarmennina Goran Bunjevcevic og Noureddine Naybet í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×