Sport

Englendingar töpuðu fyrir Hvít-Rússum

B-lið Englands gerði lítið til að hrífa landsliðsþjálfara sinn Sven-Göran Eriksson í dag þegar það tapaði 2-1 fyrir Hvít-Rússum í æfingaleik sem haldinn var í Reading. Rangstöðufnykur var af marki enska liðsins, sem var arfaslakt í leiknum og missti þar að auki markvörðinn Robert Green í meiðsli sem þýða að hann missir af HM.

Rússarnir jöfnuðu leikinn í síðari hálfleik eftir að Green lá óvígur eftir á vellinum eftir útspark, sem varð til þess að hann meiddist illa á nára. Einum leikmanna Hvít-Rússa var svo vikið af leikvelli seint í hálfleiknum, en það kom ekki í veg fyrir að liðið næði að stela sigrinum í lokin.

Sérfræðingar BBC náðu vart upp á nef sér yfir frammistöðu enska liðsins í dag og segja einu ljósu punktana í leiknum hafa verið frammistaða unglinganna Theo Walcott og Aaron Lennon, en sá síðarnefndi fór á kostum í leiknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×