Innlent

Um fimmtungur segir ölvunarakstur hafa áhrif á afstöðu sína

MYND/E.Ól
Um það bil tuttugu prósent, eða fimmtungur kjósenda í Árborg, segja að fréttir af ölvunarakstri Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, hafi áhrif á afstöðu þeirra í komandi bæjarstjórnarkosningum, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Áhrifin voru bæði á þann veg að nú gæti fólk ekki hugsað sér að kjósa flokkinn, og hinsvegar að nú væri loksins hægt að kjósa hann, þar sem Eyþór væri ekki lengur leiðtogi sjálfstæðismanna í Árborg. Í fljótu bragði virðist flokkurinn hafa tapað fimm prósentustigum frá síðustu könnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×