Sport

McClaren er í einstakri stöðu

Það er ljóst að pressan verður mikil á Steve McClaren með landsliðið
Það er ljóst að pressan verður mikil á Steve McClaren með landsliðið NordicPhotos/GettyImages

Bryan Robson segir að Steve McClaren, sem nýverið var ráðinn næsti landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, sé í einstakri aðstöðu til að gera kollegum sínum á Englandi stóran greiða með því að standa sig vel í starfi þegar hann tekur við eftir HM í sumar.

Robson, sem sjálfur hafnaði tækifæri til að taka við landsliðinu fyrir tíu árum síðan, segir að mikilvægt sé að McClaren standi sig vel til að sýna löndum sínum fram á að heimamaður geti valdið starfinu - og að ekki þurfi að leita út fyrir landssteinana til að finna hæfan mann í starfið.

"Það var að mínu mati hárrétt ákvörðun hjá enska knattspyrnusambandinu að velja heimamann í starfið og því getur McClaren gert okkur öllum mikinn greiða fyrir framtíðina ef hann stendur sig vel. Ef hann gerir það, mun fólk hugsa með sér að ástæðulaust sé að ráða útlending í starfið og ég held líka að hann sé með það góðan efnivið í höndunum að hann eigi að geta náð langt," sagði Robson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×