Sport

Spáir að England nái í úrslitaleikinn

Englendingar ætla sér stóra hluti í Þýskalandi í sumar
Englendingar ætla sér stóra hluti í Þýskalandi í sumar NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson er bjartsýnn á gengi sinna manna í enska landsliðinu á HM í sumar og spáir því að ef liðið hafi heppnina með sér muni það ná alla leið í úrslitaleikinn í Berlín þann 9. júlí.

"Ég trúi því að við séum eitt af þeim fimm eða sex liðum sem hafa það sem til þarf til að ná í úrslitaleikinn. Ef við höfum heppnina með okkur, tel ég að við eigum að geta náð alla leið í úrslitin og ég held að við getum það," sagði Eriksson sem lætur af störfum í sumar eftir fimm ár með liðið.

"Liðið okkar nú er betra en það var á síðustu stórmótum og er búið að öðlast meiri reynslu, við fáum flesta stuðningsmenn með okkur á mótið og því sé ég enga ástæðu til að ætlast til annars en að við stöndum okkur vel," sagði Eriksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×