Sport

Arsenal með hæstu sjónvarpstekjurnar

Arsenal hefur sópað til sín góðum tekjum á tímabilinu
Arsenal hefur sópað til sín góðum tekjum á tímabilinu NordicPhotos/GettyImages

Í dag var birtur listi yfir sjónvarpstekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu 2005-2006. Arsenal er í efsta sætinu á listanum og á það að mestu að þakka árangur sinn í meistaradeild Evrópu. Englandsmeistarar Chelsea eru í öðru sæti listans, Liverpool í þriðja og Manchester United í fjórða sætinu.

Arsenal hefur þegar halað inn 52,7 milljónir punda á tímabilinu og á möguleika á að bæta við sig 2 milljónum í viðbót ef liðið vinnur sigur í meistaradeildinni. Upphæðin miðast við tekjur félagsins af sjónvarpstekjum og verðlaunafé á liðnu tímabili, en tekur ekki mið af miðasölu eða sölu á varningi tengdum liðinu.

Hér fyrir neðan gefur að líta tekjur félaganna í úrvalsdeildinni, en eins og áður sagði á Arsenal möguleika á 2 milljónum punda til viðbótar fyrir sigur í meistaradeildinni - og þá eiga West Ham og Liverpool einnig möguleika á 1 milljón punda til viðbótar fyrir sigur í enska bikarnum.

Arsenal 52.7 milljónir punda

Chelsea 47.5-

Liverpool 43.2-

Man Utd 39.8-

Tottenham 26.2-

West Ham 24.4-

Middlesbrough 24.3-

Newcastle 24.0-

Bolton 23.7-

Blackburn 23.6-

Wigan 22.9-

Everton 22.4-

Charlton 21.0-

Man City 20.6-

Fulham 20.3-

Aston Villa 19.6-

Birmingham 19.4-

Portsmouth 18.0-

West Brom 16.9-

Sunderland 16.1-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×