Sport

Theo Walcott í enska landsliðshópinn

Eriksson hefur valið HM-hóp sinn
Eriksson hefur valið HM-hóp sinn NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson hefur nú valið 23-manna landsliðshóp sinn fyrir HM í Þýskalandi í sumar og óhætt er að segja að valið komi nokkuð á óvart. Hinn ungi Theo Walcott hjá Arsenal er einn þeirra sem valdir eru í landsliðshópinn, en hann hefur enn ekki spilað leik fyrir aðallið félagsins. Þá sitja menn eins og Darren Bent, Shaun Wright-Phillips, Ledley King og Jermain Defoe úti í kuldanum.

Athygli vekur að Eriksson velur menn eins og óreyndan Theo Walcott, Stuart Downing, Owen Hargreaves og Andy Johnson í hóp sinn.

Hér fyrir neðan má sjá enska landsliðshópinn og þar fyrir neðan eru þeir fimm leikmenn sem eru á varalista Eriksson.

Hópurinn:

Robinson (Tottenham), James (Manchester City), Green (Norwich); G Neville (Manchester United), Ferdinand (Manchester United), Terry (Chelsea), Cole (Arsenal), Campbell (Arsenal), Carragher (Liverpool), Bridge (Chelsea), Beckham (Real Madrid), Carrick (Tottenham), Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Hargreaves (Bayern Munich), Jenas (Tottenham), Downing (Middlesbrough), J Cole (Chelsea), Lennon (Tottenham), Rooney (Manchester United), Owen (Newcastle), Crouch (Liverpool), Walcott (Arsenal).

Varamenn:

Scott Carson (Liverpool), Luke Young (Charlton), Nigel Reo-Coker (West Ham), Jermain Defoe (Tottenham), Andy Johnson (Crystal Palace).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×