Sport

Anderlecht belgískur meistari

Leikmenn Anderlecht fögnuðu í leikslok sínum 28. meistaratitli í sögu félagsins.
Leikmenn Anderlecht fögnuðu í leikslok sínum 28. meistaratitli í sögu félagsins.

Anderlecht tryggði sér í gærkvöldi belgíska meistaratitilinn í knattspyrnu í 28. sinn í sögu félagsins þegar liðið vann 3-0 sigur á Zulte Waregem. Standard Liege sem varð í 2. sæti missteig sig í titilbaráttunni á sama tíma með því að tapa heimaleik gegn Ghent, 0-2.

Anderlecht er með 70 stig á toppnum úr 34 leikjum en Liege er með 65 stig, stigi ofar en meistarar síðasta árs, Club Brugge sem hafnaði í 3. sæti. Meistararnir hafa tryggt sér sæti í Meistaradeildinni í haust en Liege kemst inn í 3. umferð forkeppninnar. Brugge þarf að láta sér lynda sæti í Evrópukeppni félagsliða.

Racing Genk, lið Indriða Sigurðssonar varð í 5.sæti með 57 stig og Lokeren, lið Rúnars

Kristinssonar og Arnars Grétarssonar, sem tapaði fyrir Beershoot 1-2, varð í 8. sæti með 47 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×