Lífið

Enn fleiri hljómsveitir bætast í hópinn

Það hefur verið staðfest að Kimono og Bang Gang bætast í sívaxandi hóp hljómsveita sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík Trópík daganna 2.-4.júní. Fjöldi hljómsveita og listamanna sem munu koma fram er því orðin 21 og er enn von á meiru.



Kimono
sem hafa undanfarið dvalist í Berlín við listsköpun sína, munu frumflytja nýtt efni hér á landi af væntanlegri plötu. Reykjavík Trópík býður Kimono hjartanlega velkomna og lofar Kimono því að þeir munu ekki sjá eftir því að kíkja heim til að taka þátt í þessari einstöku tónlistarveislu.

Bang Gang
þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni sem hefur einhvern áhuga á tónlist. Barði Jóhannsson hefur, í gegnum Bang Gang, miðlað heimsbyggðinni metnaðarfullum tónverkum í hæsta gæðaflokki um árabil. Eftir að Bang Gang hefur staðfest þátttöku sína í Reykjavík Trópík er kinnroðalaust hægt að segja að dagskráin endurspegli það besta í íslenskri samtíma tónlist.

21 tónlistar atriði staðfest

Reykjavík Trópík, Stúdentaráð Háskóla Íslands og Rás 2 sjá fram á að dagarnir 2.-4. júní verði ógleymanlegir. 19 íslenskar hljómsveitir, hver annarri betri, auk Girls in Hawaii og ESG mynda nú þegar glæsilegan hóp listamanna sem koma munu fram og það lítur út fyrir að þessi hópur styrkist enn frekar á næstu dögum.

Miðasala hefst föstudaginn 5. maí og einungis eru 2000 miðar í boði.

Nánari upplýsingar um hátiðina er að finna á http://www.reykjaviktropik.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×