Sport

Kraftaverkin gerast enn á Riverside

Bjargvætturinn ítalski Massimo Maccarone var enn í sviðsljósinu hjá Middlesbrough í Evrópukeppninni í kvöld og skaut liðið í úrslitaleikinn
Bjargvætturinn ítalski Massimo Maccarone var enn í sviðsljósinu hjá Middlesbrough í Evrópukeppninni í kvöld og skaut liðið í úrslitaleikinn NordicPhotos/GettyImages

Middlesbrough hristi annað kraftaverk fram úr erminni á heimavelli sínum Riverside í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þegar liðið sigraði Steua frá Búkarest 4-2 og er því komið í úrslitaleik keppninnar í Eindhoven í næsta mánuði. Boro lenti 2-0 undir í leiknum og 3-0 samanlagt, en náði að skora fjögur mörk í röð og komast áfram - ekki ósvipað og í 8-liða úrslitunum.

Útlitið var langt frá því að vera gott fyrir Boro þegar gestirnir komust í 2-0 með mörkum á 16. og 24. mínútu. Ítalinn Massimo Maccarone minnkaði muninn fyrir heimamenn á 33. mínútu og staðan því 2-1 í háfleik. Steve McCaren tjaldaði öllu í sókninni í síðari hálfleik og þeir Chris Riggott, Mark Viduka og hetjan Massimo Maccarone tryggðu liðinu farseðilinn í úrslitin með mörkum á 64, 73, og 89. mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×