Brasilía gæti lent í vandræðum 26. apríl 2006 17:38 Lothar Matthaus NordicPhotos/GettyImages Lothar Matthaus, sem var fyrirliði Þjóðverja þegar liðið varð heimsmeistari árið 1990, spáir að heimsmeistarar Brasilíu eigi eftir að lenda í vandræðum í Þýskalandi í sumar og tippar á að Argentínumenn og Englendingar fari langt í keppninni. "Ég held að Þjóðverjar komist örugglega upp úr sínum riðli á mótinu en eftir það mæta þeir líklega Englendingum eða Svíum og þá fer nú róðurinn að þyngjast hjá þeim. Þýskaland hefur ekki yfir jafn mörgum góðum leikmönnum að ráða eins og þjóðir á borð við Englendinga, Argentínumenn og Ítali," sagði Matthaus, sem telur að markvörðurinn Paul Robinson hjá Tottenham gæti gert gæfumuninn í enska liðinu á mótinu. "Enska liðið er sterkara nú en á síðustu tveimur stórmótum, ekki síst út af Paul Robinson í markinu, því það er ekki nóg að vera með gott lið í svona keppni ef þú ert ekki með góðan markvörð. Ég tel enska liðið eiga góða möguleika á að gera vel í sumar, enda hefur það innan sinna raða sterka leikmenn eins og Rooney, Lampard, Gerrard og Beckham," sagði Matthaus og bætti við að hann reiknaði ekki með að Brasilíumenn næðu að sigra á mótinu í sjötta sinn. "Varnarleikur Brasilíumanna er alls ekki nógu góður og ég held að það verði liðinu að falli í sumar. Þeir eru ekki með nógu góða vörn til að verja titil sinn og ég held meira að segja að þeir gætu lent í miklum vandræðum að komast upp úr riðlinum sínum. Ástralir eru með ágætt lið og frábæran þjálfara, Japan hefur staðið vel í þeim í gegn um tíðina og er með þjálfara sem gjörþekkir brasilískan fótbolta - og þá má ekki gleyma króatíska liðinu sem er mjög sterkt og hefur verið með ágætt tak á Brasilíu í æfingaleikjum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Sjá meira
Lothar Matthaus, sem var fyrirliði Þjóðverja þegar liðið varð heimsmeistari árið 1990, spáir að heimsmeistarar Brasilíu eigi eftir að lenda í vandræðum í Þýskalandi í sumar og tippar á að Argentínumenn og Englendingar fari langt í keppninni. "Ég held að Þjóðverjar komist örugglega upp úr sínum riðli á mótinu en eftir það mæta þeir líklega Englendingum eða Svíum og þá fer nú róðurinn að þyngjast hjá þeim. Þýskaland hefur ekki yfir jafn mörgum góðum leikmönnum að ráða eins og þjóðir á borð við Englendinga, Argentínumenn og Ítali," sagði Matthaus, sem telur að markvörðurinn Paul Robinson hjá Tottenham gæti gert gæfumuninn í enska liðinu á mótinu. "Enska liðið er sterkara nú en á síðustu tveimur stórmótum, ekki síst út af Paul Robinson í markinu, því það er ekki nóg að vera með gott lið í svona keppni ef þú ert ekki með góðan markvörð. Ég tel enska liðið eiga góða möguleika á að gera vel í sumar, enda hefur það innan sinna raða sterka leikmenn eins og Rooney, Lampard, Gerrard og Beckham," sagði Matthaus og bætti við að hann reiknaði ekki með að Brasilíumenn næðu að sigra á mótinu í sjötta sinn. "Varnarleikur Brasilíumanna er alls ekki nógu góður og ég held að það verði liðinu að falli í sumar. Þeir eru ekki með nógu góða vörn til að verja titil sinn og ég held meira að segja að þeir gætu lent í miklum vandræðum að komast upp úr riðlinum sínum. Ástralir eru með ágætt lið og frábæran þjálfara, Japan hefur staðið vel í þeim í gegn um tíðina og er með þjálfara sem gjörþekkir brasilískan fótbolta - og þá má ekki gleyma króatíska liðinu sem er mjög sterkt og hefur verið með ágætt tak á Brasilíu í æfingaleikjum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Sjá meira