Sport

Ronaldinho orðinn tekjuhæstur

Ronaldinho er orðinn sá tekjuhæsti ef marka má France Football
Ronaldinho er orðinn sá tekjuhæsti ef marka má France Football NordicPhotos/GettyImages

Franska blaðið France Football greindi frá því í gær að brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona væri búinn að toppa sjálfan David Beckham og væri orðinn tekjuhæsti knattspyrnumaður heims.

Árstekjur Brasilíumannsins eru samkvæmt franska blaðinu 23 milljónir evra á síðasta ári á meðan Beckham þar að sætta sig við litlar 18 milljónir punda - eftir að hafa unnið sér inn 25 milljónir árið þar á undan. Þar á eftir kemur Ronaldo hjá Real Madrid með 17,4 milljónir og Wayne Rooney hjá Manchester United er kominn upp í 16,1 milljón. Athygli vekur að þar skammt á eftir kemur ítalski framherjinn Christian Vieri sem sem fékk heilar 9 milljónir evra í vasann þegar hann fór frá Ítalíu og gerir það nú gott í skattaparadísinni í Mónakó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×