Innlent

Litlu flokkarnir sækja í sig veðrið

Fimm flokkar berjast um sæti í Rá'ðhúsi Reykjavíkur.
Fimm flokkar berjast um sæti í Rá'ðhúsi Reykjavíkur.

Sjálfstæðisflokkur tapar töluverðu fylgi og litlu flokkarnir sækja á í Reykjavík samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag.

Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins gefur til kynna að allir flokkarnir sem hafa tilkynnt um framboð geti gert sér vonir um að ná manni inn í borgarstjórn. Stóru flokkarnir tveir tapa samanlagt um níu prósenta fylgi frá síðustu könnun yfir til litlu flokkanna.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæplega sjö prósentustigum frá síðustu könnun og mælist nú með 47 prósenta fylgi. Það myndi þó skila flokknum átta borgarfulltrúum og meirihluta í borginni. Samfylkingin fer niður um tvö prósent, fengi um þrjátíu prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa.

Litlu flokkarnir eru í sókn. Vinstri-grænir fara úr sex prósentum í ellefu prósent og fengju samkvæmt einn og jafnvel tvo borgarfulltrúann. Þeir berjast við Framsóknarmenn um seinni borgarfulltrúann. Framsókn mælist með fimm og hálft prósent og þarf ekki að bæta miklu við til að Björn Ingi Hrafnsson nái kjöri.

Frjálslyndir mælast með minnst fylgi sem fyrr en bæta verulega við sig og eru nú með fimm prósent, litlu minna en Framsóknarflokkurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×