Sport

Dirk Nowitzki tekur við verðlaunum í kvöld

Dirk Nowitzki var óstöðvandi með þýska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar og bar það á herðum sér alla leið í úrslitaleikinn. Hann hefur ekki verið síðri hjá Dallas í NBA deildinni í vetur og þykir koma til greina sem verðmætasti leikmaður tímabilsins
Dirk Nowitzki var óstöðvandi með þýska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar og bar það á herðum sér alla leið í úrslitaleikinn. Hann hefur ekki verið síðri hjá Dallas í NBA deildinni í vetur og þykir koma til greina sem verðmætasti leikmaður tímabilsins AFP
Þýski framherjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks var kjörinn besti leikmaður ársins 2005 af FIBA og mun hann taka við verðlaunum fyrir lokaleik Dallas Mavericks í deildarkeppninni í kvöld. Nowitzki bar þýska landsliðið á herðum sér í Evrópukeppni landsliða síðasta sumar og var vel að titlinum kominn. Hann þykir einnig koma sterklega til greina með að verða valinn verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×