Sport

Stuðningsmenn vilja skammarkrók í enska boltann

Stuðningsmenn vilja reyna sömu refsingar í knattspyrnu og tíðkast í ruðningi, þar sem þeir sem fá gul spjöld eru látnir yfirgefa völlinn í tíu mínútur
Stuðningsmenn vilja reyna sömu refsingar í knattspyrnu og tíðkast í ruðningi, þar sem þeir sem fá gul spjöld eru látnir yfirgefa völlinn í tíu mínútur NordicPhotos/GettyImages

Fréttavefur BBC greindi í kvöld frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var meðal stuðningsmanna knattspyrnuliða á Englandi, en þar kom fram að meira en helmingur þeirra 43.000 manns sem spurðir voru, vilja að leikmönnum sem gerast sekir um grófar tæklingar verði refsað með því að vera settir í skammarkrók eins og tíðkast í ruðningi þar í landi - ekki ósvipað fyrirbæri og tveggja mínútna brottvísanir í handbolta.

Í sömu könnun kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra var fylgjandi því að tekin yrði upp tækni til að skera úr um hvort bolti fer yfir marklínu eða ekki í vafaatvikum þess efnis, líkt og í leik Chelsea og Liverpool í Meistaradeildinni í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×