Sjálfstæðisflokkurinn í stórsókn 11. apríl 2006 20:20 Eyþór Arnalds leiðir lista Sjálfstæðismanna sem bæta við sig miklu fylgi. MYND/E.Ól. Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fer úr rúmum fjörutíu prósentum atkvæða í rúm tuttugu prósent og Framsóknarflokkurinn fer úr 28 prósentum í 18 samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðismenn eru hins vegar sigurvegarar könnunarinnar og rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, mælast nú með 51 prósent atkvæða en fengu fjórðung atkvæða fyrir fjórum árum.. Vinstri-grænir bæta við sig fylgi, fara úr rúmum sex prósentum atkvæða í tæp níu prósent, en ná ekki inn manni samkvæmt þessu og fylgi Frjálslynda flokksins mælist vart. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að þessar niðurstöður gætu sett aukna hörku í kosningabaráttuna. Hann benti á að þetta væri mun meiri fylgisaukning en í öðrum sveitarfélögum þar sem fylgi flokkanna hefur verið mælt að undanförnu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, benti á að núverandi meirihluti hefði tekið við slæmu búi af Sjálfstæðismönnum fyrir fjórum árum. Þá hefðu til dæmis skólamál verið í óviðunandi standi en þar hefði verið unnið mikið og gott starf. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknarmanna, dró niðurstöður könnunarinnar í efa og benti á að undirbúningur flokkanna í framboði væri misjafnlega langt á veg kominn. Hann benti á að prófkjör Sjálfstæðismanna hefði fengið mikla athygli en Framsóknarmenn væru tiltölulega nýbúnir að raða upp sínum lista. Það líður sennilega ekki langur tími þar til skoðanakannanir fara að sýna Vinstri-græna með mann inni í bæjarstjórn sagði Jón Hjartarson, sem leiðir lista þeirra. Hann sagðist bjartsýnn á góðan árangur síns flokks og lýsti efasemdum um að íbúar Árborgar kysu yfir sig meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks. Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fer úr rúmum fjörutíu prósentum atkvæða í rúm tuttugu prósent og Framsóknarflokkurinn fer úr 28 prósentum í 18 samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðismenn eru hins vegar sigurvegarar könnunarinnar og rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, mælast nú með 51 prósent atkvæða en fengu fjórðung atkvæða fyrir fjórum árum.. Vinstri-grænir bæta við sig fylgi, fara úr rúmum sex prósentum atkvæða í tæp níu prósent, en ná ekki inn manni samkvæmt þessu og fylgi Frjálslynda flokksins mælist vart. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að þessar niðurstöður gætu sett aukna hörku í kosningabaráttuna. Hann benti á að þetta væri mun meiri fylgisaukning en í öðrum sveitarfélögum þar sem fylgi flokkanna hefur verið mælt að undanförnu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, benti á að núverandi meirihluti hefði tekið við slæmu búi af Sjálfstæðismönnum fyrir fjórum árum. Þá hefðu til dæmis skólamál verið í óviðunandi standi en þar hefði verið unnið mikið og gott starf. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknarmanna, dró niðurstöður könnunarinnar í efa og benti á að undirbúningur flokkanna í framboði væri misjafnlega langt á veg kominn. Hann benti á að prófkjör Sjálfstæðismanna hefði fengið mikla athygli en Framsóknarmenn væru tiltölulega nýbúnir að raða upp sínum lista. Það líður sennilega ekki langur tími þar til skoðanakannanir fara að sýna Vinstri-græna með mann inni í bæjarstjórn sagði Jón Hjartarson, sem leiðir lista þeirra. Hann sagðist bjartsýnn á góðan árangur síns flokks og lýsti efasemdum um að íbúar Árborgar kysu yfir sig meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira