Sport

Laun hafa hækkað um 65% síðan árið 2000

Nýleg bresk könnun sýnir að laun knattspyrnumanna í ensku úrvaldeildinni hafa hækkað um 65% síðan árið 2000 og hafa aldrei verið hærri en þau eru í dag. Meðallaun leikmanna í deildinni eru um 676.000 pund í grunnlaun á ári, eða tæpar 88 milljónir króna.

Könnunin sýnir að framherjar eru best borgaði með um 806.000 pund en markverðirnir eru heldur lægri með meðalárslaun upp á 533.000 pund. Bónusar leikmanna eru ótaldir í þessum tölum. Yfir 400 leikmenn tóku þátt í þessari könnun, sem einnig náði til neðri deilda á Englandi. Þar kom í ljós að meðallaun leikmanna í ensku 1. deildinni 195.000 pund á ársvísu, rúmar 25 milljónir króna, en þau hafa hækkað um 53% síðan um aldarmótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×