Sport

Hiddink tekur við Rússum

Guus Hiddink ætlar að taka við landsliði Rússa eftir HM í sumar
Guus Hiddink ætlar að taka við landsliði Rússa eftir HM í sumar NordicPhotos/GettyImages

Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink hefur nú bundið enda á allar vangaveltur sem hafa tengt hann við enska landsliðið, því í dag tilkynnti hann í sjónvarpsviðtali í heimalandinu að hann tæki við landsliði Rússa eftir að HM lýkur í sumar. Hiddink stýrir liði PSV Eindhoven í dag, en stýrir svo liði Ástrala á HM í sumar.

"Ég er feginn að þetta er komið á hreint. Ég skoðaði aðstæður vel í Rússlandi og mér líst mjög vel á að taka við landsliði þeirra. Ég mun ganga frá samningi við þá eins fljótt og mögulegt er og ætla mér að búa í Hollandi og fljúga á milli fyrst um sinn. Þetta verður mjög spennandi verkefni og Rússar eiga marga unga og efnilega leikmenn," sagði Hiddink, sem hefur komið Hollendingum og Suður-Kóreumönnum langt á síðustu tveimur stórmótum í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×