Innlent

Vill fleiri málaflokka til sveitarfélaganna

MYND/GVA

Samfylkingin vill að öldrunarþjónusta, heilsugæsla, málefni fatlaðra, löggæsla og framhaldsskólinn flytjist til sveitarfélaganna sem séu mun betur fallin til þess að annast þjónustu við íbúa en ríkið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu flokkstjórnarfundar Samfylkingarinnar sem haldinn var á Nordica-hótelinu í dag.

Sterkara samfélag, allir með er kjörorð Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Í yfirlýsingu flokksins kemur enn fremur fram að hann vilji fjölga beinum atkvæðagreiðslum íbúa í sveitarfélögum enda eigi þeir rétt á að taka þátt í ákvörðunum um stór hagsmunamál í sinni heimabyggð.

Þá segir flokkurinn að það sé óviðunandi að sveitarfélög þurfi að búa við miðstýringu og smásmuguleg lagafyrirmæli frá ríkisvaldinu, sem takmarki möguleika þeirra til að bjóða íbúunum sveigjanlegri og enn betri þjónustu. Sveitarfélög eigi að starfa innan almenns lagaramma en ekki lúta fjarlægu miðstýringarvaldi. Þessi miðstýring sé verst í skólamálum, atvinnumálum og félagsþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×