Innlent

Hljótum að stefna að öryggissamfélagi með Evrópu

Ingibjörg Sólrúnar Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar
Ingibjörg Sólrúnar Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar MYND/Hari

Ísland hlýtur að stefna að því að eiga öryggissamfélag með Evrópu í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, á flokkstjórnarfundi Samfylkingar á Hótel Nordica í dag. Hún sagði að sú stefna hafi þegar verið mörkuð á Íslandi með aðildinni að EES og Schengen-samkomulaginu, að pólitískt og efnahagslega eigi Ísland samleið með Evrópu. Þegar til framtíðar sé litið þá verði varnar- og öryggismálin ekki slitin úr samhengi við slíka grundvallarhagsmuni og því hljóti Ísland að stefna að því að eiga öryggissamfélag með Evrópu í framtíðinni fremur en Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×