Sport

Ég stend á krossgötum

Alan Curbishley þykir gefa vísbendingar um að hann sé að hætta með lið Charlton í sumar
Alan Curbishley þykir gefa vísbendingar um að hann sé að hætta með lið Charlton í sumar NordicPhotos/GettyImages

Alan Curbishley hefur verið hjá Charlton síðan árið 1991 en hefur verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Englendinga að undanförnu. Í viðtali við BBC í dag lét Curbishley í veðri vaka að vel kæmi til greina að prófa eitthvað nýtt á næstunni.

Curbishley á eitt ár eftir af samningi sínum við Charlton, en segist nú vera á tímamótum á ferlinum. "Ég skoða mín mál alltaf vandlega áður en kemur að því að skrifa undir nýjan samning. Ég verð að spyrja mig af hverju ég sé að þessu og ef ég verð enn hjá Charlton í sumar, held ég að ég standi á ákveðnum krossgötum.

Margir segja að ég sé búinn að vera allt of lengi hjá félaginu og ég er viss um að stjórnarformaðurinn er með nokkur nöfn í hattinum til að leysa mig af ef gera á breytingar," sagði Curbishley og þykja orð hans óneitanlega benda til þess að hugsanlega fari hann frá félaginu í sumar, eftir tímabil sem byrjaði mjög vel en hefur runnið út í sandinn síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×