Þrír ungir karlmenn voru í dag fundnir sekir um líkamsárás. Þeir ruddust í heimildarleysi inn í eldhús Bautans á Akureyri í ágúst í fyrra þar sem tveir þeirra börðu einn starfsmann veitingastaðarins og annar þeirra tók starfsmanninn hálstaki.
Refsiákvörðun var frestað í tvö ár að því tilskyldu að þeir haldi skilorð.