Sport

Verðum að vera óhræddir í Tórínó

Arsene Wenger segir sína menn verða að spila sinn leik og gæta þess að missa sig ekki í að verja forskot sitt úr fyrri leiknum
Arsene Wenger segir sína menn verða að spila sinn leik og gæta þess að missa sig ekki í að verja forskot sitt úr fyrri leiknum NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segist hafa brýnt fyrir sínum mönnum að vera óhræddir við að spila sinn leik í Tórínó í kvöld þegar liðið sækir Juventus heim í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 og er því í lykilstöðu til að komast í undanúrslitin.

"Ég sagði strákunum að vera óhræddir og spila sinn leik. Við verðum að verjast vel og reyna að nýta þau færi sem við fáum, en við verðum að gæta þess að leggjast ekki í vörn og fara að verja forskotið. Við erum í mjög svipaðri stöðu og á móti Real Madrid, en þar tókst þetta herbragð ágætlega og því er engin ástæða til að búast við öðru í kvöld," sagði Wenger.

"Ég reikna fastlega með því að leikmenn Juventus reyni að stökkva á okkur og spila stífan sóknarbolta strax frá byrjun. Þeir gætu meira að segja spilað á breska vísu. Eitt er þó víst, þeir eru með mjög reynslumikið lið og því verðum við að vera á tánum og halda einbeitingu allan leikinn, því ef við gerum mistök munu þeir refsa okkur." 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×