Innlent

Varnarmál rædd í sumarskóla Háskóla Íslands

MYND/Vísir

Áhrif breytinga í varnarmálum á Ísland og önnur smáríki í Evrópu er meðal þess sem rætt verður í sumarskóla Smáríkjaseturs Háskóla Íslands, sem hefur nú hlotið styrk frá Evrópusambandinu. Nokkrir helstu fræðimenn á sviði Evrópufræða og smáríkjarannsókna miðla þar þekkingu sinni til íslenskra og erlendra nema.

Smáríkjasetur Háskóla Íslands var stofnaði árið 2002. Setrið er nú ein aðalmiðstöð rannsókna á smáríkjum í heiminum í dag en Ísland er eitt þeirra ríkja sem telst smáríki. Smáríkjasetrið hefur nú hlotið þriggja ára styrk frá Evrópusambandinu til að reksturs sumarskóla. Níu erlendir fræðimenn eru væntanlegir til landsins í sumar vegna skólans, m.a. fólk sem hefur sérhæft sig í varnar- og öryggismálum sem á óneitanlega vel við að sögn Baldurs Þórhallssonar dósents sem hefur umsjón með sumarskólanum. Hann segir að sérstaklega verði kafað ofan í stöðu smærri ríkja Evrópu í ljósi þeirra miklu breytinga sem séu að eiga sér stað í varnarmálum í álfunni.

Námskeið sumarskólans er bæði í grunn- og framhaldsnámi en þetta eru hluti af nýju meistaranámi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem nemendur geta bæði sérhæft sig í evrópufræðum og smáríkjafræðum. Nemendurnir öðlast þekkingu á stofnunum Evrópusambandsins og hvaða leiðir megi fara innan sambandsins, vilji menn hafa áhrif. Baldur segir að námskeiðið geti gagnast nemendum ef þeir fara að vinna innan íslenska stjórnkerfisins, t.d. læra þeir hvernig Ísland getur náð fram sínum málum innan EES og ESB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×