Innlent

Ráðherra telur sig vanhæfan til að skipa hæstarréttardómara

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur sig vanhæfan til að skipa í embætti hæstarréttardómara sem auglýst hefur verið til umsóknar. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðherrans. Fjórir sóttu um embættið, þar á meðal Hjördís Hákonardóttir, en dómsmálaráðherra braut jafnréttislög þegar hann gekk fram hjá henni við skipan hæstaréttardómara haustið 2003. Björn segir á heimasíðu sinni að Geir H. Haarde utanríkisráðherra skipi væntanlega í embættið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×