Innlent

Engar tillögur borist um varnir landsins

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði á fundi í Stapanum í kvöld að engar tillögur hefðu borist um hvað koma ætti í stað Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Í samtali við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdarstjóra Nató sagði de Hoop Scheffer að nauðsynlegt væri að hafa sama viðbúnað á Íslandi og verið hefur og með skuldbindingum Atlantshafsbandalagsins og Íslands gagnvart hvort öðru mætti segja að Bandaríkjaher sé hluti af viðbúnaði alls bandalagsins. Halldór sagði að de Hoop Scheffer hefði átt samtal við Georg W. Bush, Bandaríkjaforseta, og í því samtali hafi Bush sagt að bandaríkjamenn myndu koma með tillögur hvernig skyldi nútímavæða varnir Íslands. Halldór sagði að staðið hefði á slíkum tillögum og að íslensk stjórnvöld hafi aldrei fengið neinar tillögur frá Bandaríkjamönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×