Innlent

Vatnalög samþykkt frá Alþingi

Vatnalagafrumvarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, var samþykkt sem lög frá Alþingi í dag.
Vatnalagafrumvarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, var samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. MYND/Einar Ólason

Vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra, sem mikill styr hefur staðið um síðustu daga, var samþykkt sem lög frá Alþingi á fimmta tímanum í dag með 26 atkvæðum gegn 19.

Stjórnarandstaðan hefur verið afar andvíg lagasetningunni og sagt að með henni sé verið að gera allt vatn að séreign. Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar aðeins sagt um formbreytingu að ræða og að ekki sé verið að skerða almannarétt.

Allt stefndi í langa aðra umræðu um málið en svo fór að samkomulag tókst milli stjórnar og stjórnarandstöðu á þriðjudagskvöld og taka lögin ekki gildi fyrr en eftir þingkosningar næsta vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×