Sport

Lögregla biður stuðningsmenn að róa sig

Lögreglan í Róm mun hafa mikinn viðbúnað á leiknum í kvöld, en fótboltabullur hafa verið til mikilla vandræða í dag
Lögreglan í Róm mun hafa mikinn viðbúnað á leiknum í kvöld, en fótboltabullur hafa verið til mikilla vandræða í dag NordicPhotos/GettyImages

Löglregluyfirvöld í Róm hafa biðlað til stuðningsmanna Roma og Middlesbrough að sýna stillingu í kvöld þegar liðin mætast í Evrópukeppni félagsliða, en fyrr í dag slösuðust þrettán enskir stuðningsmenn í árás öfgasinnaðra stuðningsmanna sem kenna sig við lið Roma. Þrír stuðningsmenn voru stungnir og liggja á sjúkrahúsi.

Ættingjar stuðningsmannana sem slösuðust í árásinni í dag hafa verulegar áhyggjur af ástandinu í borginni, en fólkið sem ráðist var á í dag var í mörgum tilvikum fjölskyldufólk sem sat í ró og næði á tveimur veitingahúsum með börn sín meðferðis. Talsmaður breska sendiráðsins í Róm hefur þó beðið fólk í Bretlandi að sýna stillingu og segir að málið sé í traustum höndum lögregluyfirvalda í Róm. Fimm menn eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar í dag og kenna þeir sig við bullur sem kalla sig Ultras.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×