Innlent

Umræðum um vatnalög senn að ljúka

MYND/GVA

Annarri umræðu um vatnalögin á Alþingi var frestað klukkan fjögur í dag en hún hefst aftur klukkan sex. Reikna má með að umræðunni ljúki í kvöld og málinu verði þá vísað til þriðju umræðu.

Við upphaf þingfundar á hádegi í dag tilkynnti iðnaðarráðherra um samkomulag sem náðist um frumvarpið við stjórnarandstöðuna í gærkvöld en í því felst meðal annars að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir þingkosningar á næsta ári. Stjórnarandstæðingar, sem enn eru andvígir því, geta þá afnumið þau áður en þau taka gildi nái þeir meirihluta í kosningunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×