Sport

Ég er ekki fordómafullur

Alan Pardew og Arsene Wenger deila hart í fjölmiðlum þessa dagana
Alan Pardew og Arsene Wenger deila hart í fjölmiðlum þessa dagana AFP

Deila þeirra Alan Pardew hjá West Ham og Arsene Wenger hjá Arsenal um áhrif erlendra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram og nú hefur Pardew þvertekið fyrir þær ásakanir Wenger að hann sé fordómafullur.

Pardew gagnrýndi Wenger á dögunum fyrir að vera með fáa enska leikmenn í liði sínu, en Wenger svaraði því til að kannski væri Pardew haldinn kynþáttafordómum. Þetta vill West Ham-stjórinn alls ekki kannast við.

"Það er barnalegt að ég sé haldinn kynþáttafordómum. Hvernig á maður eins og ég sem er giftur sænskri konu og hefur keypt fjölda leikmanna úr öllum heimshornum að vera kynþáttahatari?" sagði Pardew gáttaður. "Við erum stoltir af þeim fjölskrúðuga hópi leikmanna sem við erum með hér hjá félaginu, en ég tek það þó fram að ég mun alltaf tjá mig beint frá hjartanu," sagði Pardew.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×