Sport

Barcelona á skilið að vera komið áfram

Hér má sjá þá Mourinho og Rijkaard þakka hvor öðrum fyrir leikinn í gær
Hér má sjá þá Mourinho og Rijkaard þakka hvor öðrum fyrir leikinn í gær NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho gat lítið sagt eftir að hans menn féllu úr keppni í Meistaradeildinni á Nou Camp í gærkvöldi og viðurkenndi að úr því að Barcelona væri komið í næstu umferð keppninnar, ættu liðið það líklega skilið. Frank Rijkaard sagðist ekki hafa verið í hefndarhug, eftir tapið fyrir Chelsea í fyrra.

"Smáatriðin geta skipt öllu máli í svona leikjum. Þegar ég var með Porto náðum við eitt sinn að skora mark á lokamínútu til að komast áfram, við klúðruðum dauðafæri á móti Liverpool á lokamínútunni í fyrra og núna þurfum við að leika klukkutíma manni færri í fyrri viðureigninni við Barcelona. Þeir eru hinsvegar komnir í næstu umferð og úr því svo er, hljóta þeir að eiga það skilið. Barcelona er með frábært lið og ég óska þeim alls hins besta - nú verðum við að fylgjast með restinni af keppninni í sjónvarpinu eins og þeir í fyrra," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea eftir leikinn í gær.

Frank Rijkaard sagði sína menn ekki hafa verið að einblína á að ná fram hefndum eftir tapið fyrir Chelsea í Meistaradeildinni í fyrra. "Ég trúi ekki á hefnd og ég er ekki maður sem er að velta sér upp úr einhverju sem gerðist í fyrra. Ég ber virðingu fyrir Chelsea og stjóra þeirra, þeir eru með gott lið, en við höfðum mikið fyrir þessum sigri og ég er í raun ekkert ánægðari með þennan sigur heldur en hvern annan," sagði Rijkaard stóískur eftir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×