Sport

Barcelona er besta lið í heimi

Hér má sjá Rivaldo með Barcelona í leik gegn Chelsea árið 2000
Hér má sjá Rivaldo með Barcelona í leik gegn Chelsea árið 2000 NordicPhotos/GettyImages

Brasilíumaðurinn Rivaldo sem var lykilmaður í liði Barcelona þegar það varð Spánarmeistari árið 1999, segir að Barcelona sé besta félagslið heimsins í dag og spáir að Barca slái Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld.

"Það er erfitt að segja til um það svona á miðju tímabili, en ég held að bikararnir i vor muni tala sínu máli. Barcelona er að mínu mati sterkasta lið í heiminum í dag. Liðinu hefur gengið vel í Meistaradeildinni og er að mínu mati aðeins að sýna um 60% af getu sinni í deildinni.

Ég held að Barcelona vinni Chelsea því leikmenn Barca þekkja hver annan betur. Eins og þeir sýndu í leiknum í London hafa þeir í fullu tré við Chelsea, því heimamenn gátu ekkert í leiknum. Þeir verða að bera virðingu fyrir Jose Mourinho og hans mönnum - en ég held að þeir fari örugglega áfram í keppninni," sagði Rivaldo, sem hefur verið að leika mjög vel með liði sínu Olympiakos undanfarið og hefur enn ekki gefið upp alla von með að vinna sér sæti í landsliði Brasilíu fyrir HM í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×