Sport

Benedikt náði góðum árangri

Benedikt Magnússon var í miklum ham á Arnold Classic um helgina og hafnaði í fimmta sæti í aflraunakeppninni.
Benedikt Magnússon var í miklum ham á Arnold Classic um helgina og hafnaði í fimmta sæti í aflraunakeppninni. Mynd/Vilhelm

Heljarmennið Benedikt Magnússon náði frábærum árangri í aflraunakeppninni á Arnold Classic mótinu sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina. Benedikt hafði lítinn tíma til undirbúnings fyrir mótið því honum barst seint boð um að vera á meðal keppenda, en hann skaut meðal annars sterkasta manni heims ref fyrir rass í keppninni.

Það var hinn hrikalegi Zydrunas Savickas sem sigraði í aflraunakeppninni fjórða árið í röð, en Benedikt hafnaði í fimmta sæti, einu sæti á undan Mariuz Pudzianowski sem er núverandi handhafi titilsins sterkasti maður heims. Á mótinu kepptu flestir sterkustu aflraunamenn heimsins og er árangur Benedikts því mjög góður.

Í kraftlyftingunum á mótinu bar það helst til tíðinda að Andy Bolton endurheimti heimsmet sitt í réttstöðulyftu með því að bæta met Benedikts Magnússonar frá því um daginn um hálft kíló - 440,5 kíló. Sigurvegari í þyngsta flokknum var Bandaríkjamaðurinn Jeff Lewis, sem lyfti hvorki meira né minna en 1270 kílóum í samanlögðu, þar af 550 kílóum í hnébeygju sem er heimsmet. Lewis þessi er engin smásmíði, því vegur um 240 kíló. Sérstakur þáttur um mótið í ár verður á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Sýn fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×