Helst illa á ráðherrum 6. mars 2006 12:00 Síðasta ríkisstjórnin sem fór óbreytt í gegnum kjörtímabil var stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var við völd frá 1974 til 1978. MYND/stjr.is Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.Eftir afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra þarf aðeins einn ráðherra til viðbótar að láta af embætti til að Íslandsmet verði slegið. Fjórir ráðherrar sem tóku sæti í ríkisstjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa látið af embætti og hefur það aðeins einu sinni gerst áður.Fyrsti ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili var Tómas Ingi Olrich sem varð sendiherra sjö mánuðum eftir kosningar. Siv Friðleifsdóttir fór úr umhverfisráðuneytinu þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni haustið 2004 og sjálfur hvarf Davíð úr stjórnmálum ári seinna og fór í Seðlabankann. Árni er svo sá fjórði til að láta af embætti.Þrír ráðherrar hættu á síðasta kjörtímabili, Finnur Ingólfsson fór í Seðlabankann, Ingibjörg Pálmadóttir dró sig í hlé eftir veikindi og Björn Bjarnason leiddi Sjálfstæðismenn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum.Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra þegar langt var liðið á fyrsta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var eini ráðherrann til að láta af embætti áður en það kjörtímabil rann út.Fjórir ráðherrar létu af embætti þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru síðast saman í stjórn og allir voru þeir kratar. Jón Sigurðsson varð Seðlabankastjóri og Eiður Guðnason sendiherra þegar kjörtímabilið var hálfnað. Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði svo af sér eftir mikla spillingarumræðu.Kjörtímabilið 1987 til 1991 urðu stjórnarskipti eftir rúmt ár. Sjálfstæðisflokkur fór úr stjórn en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu Alþýðubandalagið til liðs við sig. Fjórði stjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, bættist við stjórnina þegar nokkuð var liðið á kjörtímabilið.Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, létu af embætti í október 1985 til að koma Þorsteini Pálssyni, þá nýkjörnum formanni flokksins, í stól ráðherra. Geir Hallgrímsson, fráfarandi formaður, fór í Seðlabankann skömmu síðar og rétt fyrir kosningar lét Albert Guðmundsson af embætti eftir ásakanir um skattsvik. Hann er eini ráðherrann til að láta tvisvar af embætti á sama kjörtímabilinu.Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd á árunum 1978 til 1983 og engin þeirra heilt kjörtímabil. Síðasta ríkisstjórn sem tók engum breytingum á heilu kjörtímabili var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974 til 1978. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.Eftir afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra þarf aðeins einn ráðherra til viðbótar að láta af embætti til að Íslandsmet verði slegið. Fjórir ráðherrar sem tóku sæti í ríkisstjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa látið af embætti og hefur það aðeins einu sinni gerst áður.Fyrsti ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili var Tómas Ingi Olrich sem varð sendiherra sjö mánuðum eftir kosningar. Siv Friðleifsdóttir fór úr umhverfisráðuneytinu þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni haustið 2004 og sjálfur hvarf Davíð úr stjórnmálum ári seinna og fór í Seðlabankann. Árni er svo sá fjórði til að láta af embætti.Þrír ráðherrar hættu á síðasta kjörtímabili, Finnur Ingólfsson fór í Seðlabankann, Ingibjörg Pálmadóttir dró sig í hlé eftir veikindi og Björn Bjarnason leiddi Sjálfstæðismenn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum.Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra þegar langt var liðið á fyrsta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var eini ráðherrann til að láta af embætti áður en það kjörtímabil rann út.Fjórir ráðherrar létu af embætti þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru síðast saman í stjórn og allir voru þeir kratar. Jón Sigurðsson varð Seðlabankastjóri og Eiður Guðnason sendiherra þegar kjörtímabilið var hálfnað. Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði svo af sér eftir mikla spillingarumræðu.Kjörtímabilið 1987 til 1991 urðu stjórnarskipti eftir rúmt ár. Sjálfstæðisflokkur fór úr stjórn en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu Alþýðubandalagið til liðs við sig. Fjórði stjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, bættist við stjórnina þegar nokkuð var liðið á kjörtímabilið.Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, létu af embætti í október 1985 til að koma Þorsteini Pálssyni, þá nýkjörnum formanni flokksins, í stól ráðherra. Geir Hallgrímsson, fráfarandi formaður, fór í Seðlabankann skömmu síðar og rétt fyrir kosningar lét Albert Guðmundsson af embætti eftir ásakanir um skattsvik. Hann er eini ráðherrann til að láta tvisvar af embætti á sama kjörtímabilinu.Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd á árunum 1978 til 1983 og engin þeirra heilt kjörtímabil. Síðasta ríkisstjórn sem tók engum breytingum á heilu kjörtímabili var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974 til 1978.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira