Klinsmann kallaður á teppið í þinginu 5. mars 2006 16:08 Þingmenn vilja fá skýringar á niðurlægjandi 4-1 tapi Þjóðverja gegn Ítölum í vináttulandsleik í vikunni. Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu gæti þurft að mæta inn á teppið í þýska þinginu á næstu dögum og ekki af góðu. Þingmenn þar í landi eru órólegir í kjölfar þess að þýska landsliðið var tekið í bakaríið af Ítölum í vináttulansleik í vikunni þar sem úrslitin urðu 4-1 fyrir smjörgreiddu súkkulaðistrákana. Þegar kemur að knattspyrnu eru sérfræðingarnr æði margir sem spretta fram en fáir útvaldir og eru þingmenn þar engin undantekning. Kristilegir demókratar og jafnaðarmenn létu hafa eftir sér í þýska blaðinu Bild í gær að þeir vildu kalla landsliðsþjálfarann á sinn fund til að svara ýmsum spurningum sem brenna á vörum þingmanna. Þeir vilja hafa ýmsa hluti á hreinu eins og. t.d. líkamlegt ástand leikmanna landsliðsins og hvaða leikmenn Klinsmann ætlar að stóla mest á. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fer heimsmeistarakeppnin fram í Þýskalandi í sumar og er búist við miklu af liði heimamanna. "Það væri ágætt ef herra Klinsmann kæmi fyrir íþróttanefndina og útskýrði hverjar hans áætlanir eru og hvernig Þýskaland getur unnið heimsmeistarakeppnina." sagði Norbert Barthle, einn þingmanna Angelu Merkel kanslara Þýskalands við dagblaðið Bild, og var ekkert að fara í felur með væntingarnar. Ekki hefur heyrst frá herra Klinsmanna enn svo vitað sé um þessi orð æðstu manna. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira
Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu gæti þurft að mæta inn á teppið í þýska þinginu á næstu dögum og ekki af góðu. Þingmenn þar í landi eru órólegir í kjölfar þess að þýska landsliðið var tekið í bakaríið af Ítölum í vináttulansleik í vikunni þar sem úrslitin urðu 4-1 fyrir smjörgreiddu súkkulaðistrákana. Þegar kemur að knattspyrnu eru sérfræðingarnr æði margir sem spretta fram en fáir útvaldir og eru þingmenn þar engin undantekning. Kristilegir demókratar og jafnaðarmenn létu hafa eftir sér í þýska blaðinu Bild í gær að þeir vildu kalla landsliðsþjálfarann á sinn fund til að svara ýmsum spurningum sem brenna á vörum þingmanna. Þeir vilja hafa ýmsa hluti á hreinu eins og. t.d. líkamlegt ástand leikmanna landsliðsins og hvaða leikmenn Klinsmann ætlar að stóla mest á. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fer heimsmeistarakeppnin fram í Þýskalandi í sumar og er búist við miklu af liði heimamanna. "Það væri ágætt ef herra Klinsmann kæmi fyrir íþróttanefndina og útskýrði hverjar hans áætlanir eru og hvernig Þýskaland getur unnið heimsmeistarakeppnina." sagði Norbert Barthle, einn þingmanna Angelu Merkel kanslara Þýskalands við dagblaðið Bild, og var ekkert að fara í felur með væntingarnar. Ekki hefur heyrst frá herra Klinsmanna enn svo vitað sé um þessi orð æðstu manna.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira